Fréttir

Jólakveðja

23. desember 2012

Jólamánuðurinn hefur svo sannarlega verið okkur skíðafólki hliðhollur.  Bæði svæðin okkar hafa verið opin í allan desember og veðrið leikið við iðkendur. Logn, mikil stjörnudýrð, norðurljósum og mikil náttúrudýrð á þessum svæðum.

 

Nú hefur verið auglýstur opnunartími svæðisins um hátíðirnar og því ekki eftir neinu að bíða en að skella sér á skíði. Við hvetjum því alla sem eru ekki nú þegar búnir að dusta rykið af skíðunum sínum, til að gera það hið snarasta og drífa sig í sæluna á dölunum.

 

Skíðafélag Ísfirðinga óskar öllum iðkendum sínum, stuðningsaðilum og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.

 Stjórn SFÍ

Nánar

Skíðaæfingar í alpagreinum

4. desember 2012

Skíðaæfingar eru nú hafnar í alpagreinum hjá Skíðafélasi Ísfirðina. Í vetur verða æfingarnar sem hér segir:

 

SFÍ 10-12 ára 

 

Þriðjudaga     16:45-18:45

Miðvikudaga   16:45-18:45

Föstudaga    16:45-18:45

Laugardaga   11:00-13:00

Sunnudaga    11:00-13:00

 

Þjálfari er Gauti Geirsson og er símsvari hjá honum 878-3400


Íþróttaskóli HSV

 

Miðvikudaga     17:15-18:45

Laugardaga    12:00-13:30

Sunnudaga     12:00-13:30

 

Æfingar hefjast Miðvikudaginn 5. desember

 

Þjálfarar í vetur verða þau Fanney Pálsdóttir, Hafrún Jakobsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson.

 

Æfingar eru haldnar á fyrrgreindum dögum, þegar skíðasvæðið er opið. Gott er að hringja í símsvara þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. Símsvari skíðasvæðisins er 878-1011.

 

Hægt er að fá lánaðan búnað (skíði, stafi, skó,hjálma) í skíðaskála.

 

Börnin þurfa að vera með aðgangskortið á sér og fæst það í skíðaskálanum og kostar 1.000kr, þeir sem eiga kortið frá síðasta vetri  þurfa að fá áfyllingu á kortið og er það án endurgjalds.

 

Allir Velkomnir      

Nánar

Skíðaæfingar alpagreina

30. nóvember 2012

Skíðasvæðið í Tungudal opnar föstudaginn 30. nóvember kl 15.30 og verður frítt í lyftur þann dag, eftir það verður rukkað inn á svæðið. Þar sem elstu iðkendur félagsins (15 ára og eldri) eru á leið til Noregs í æfinfgaferð þá munu iðkendur 13-14 ára æfa með 10-12 ára hópnum fyrst um sinn.


Þjálfari 10-12 ára í vetur verður Gauti Geirsson en hann þjálfaði einnig sama hóp síðastliðin vetur. Æingar munu hefjast strax fyrsta dag og eru frá 16:30-18:30 og svo verða æfingar á laugardag og sunnudag frá 11:00-13:00. Stefnt er að æfingum hjá þessum hóp 5 sinnum í viku .

 

Æfingar íþróttaskóla HSV í alpagreinum (1.- 4. bekkur) munu svo hefjast strax eftir helgi og verða nánari upplýsingar um æfingartíma hjá þeim settar hér inn og einnig sent foreldrum í gegnum vefpóstkerfi íþróttaskólans. Þjálfarar alpagreina íþróttaskólans verða Fanney Pálsdóttir, Hafrún Jakobsdóttir og Anton helgi Guðjónsson.


Alpanefndin hvetur því alla að fara nú í geymsluna og dusta rykið af skíðunum og bregða sér í Tungudalinn.

Alpanefnd SFÍ

Nánar

Skiptimarkaður

28. nóvember 2012

Hinn árlegi skiptimarkaður Skíðafélagsins, verður nú haldinn laugardaginn 1. desember.

Markaðurinn verður á 1. hæð Stjónsýsluhússins í húsnæði Íslandsbanka (þar sem Símabúðin var áður).

 

Tekið verður við búnaði frá klukkan 11 um morguninn en markaðurinn hefst svo klukkan 12. Opið verður til klukkan 16.

 

Viljum benda á að markaðurinn er þennan eina dag og hvetjum því alla til að kíkja yfir búnaðinn sinn og meta hvað þarf að skipta út fyrir komandi vertíð.

Nánar

Styrktaraðilar