Fréttir

Haustæfingar og æfingagjöld

1. nóvember 2012
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson

Haustæfingar hafa nú staðið yfir í allt haust. Þjálfarar eru þær Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.  Að auki þjálfar Kristján Flosason 13+ einu sinni í viku.

Vala þjálfar 10 - 12 ára og 13+ í göngu en Sigga Lára þjálfar 13+ alpa.

 

Æfingatímar 10 - 12 ára eru sem hér segir:

Þriðjudaga 16:30 - 17:40

Fimmtudaga 16 - 17

Föstudaga 16:30 - 17:40

Allar æfingarnar eru í Íþróttahúsinu við Austurveg, en stundum byrja þær á útihlaupi.

 

Æfingatímar 13+ eru aðeins breytilegir og því gott að hafa samband við þjálfara ef þörf er á upplýsingum um næstu æfingu.

 

Stjórn SFÍ hefur ákveðið að hækka ekki æfingagjöldin í ár og því verða æfingagjöld haustannar sem hér segir:

10 - 12 ára 15.000 krónur

13+ 20.000 krónur.

Nánar

Skíðaúlpur - tilkynning frá fatanefnd

18. september 2012

 

Nú er komið að því að kaupa nýjar skíðaúlpur fyrir SFÍ.
Hægt er að fá að máta úlpurnar í skíðaskálanum í Tungudal miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 17:00-18:30 og 20:00-21:00. Endilega mætið og mátið.


Fatanefndin.

Nánar

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 2012

23. maí 2012

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldin 30.maí 2012 kl. 20:00 í sal HSV í Sundhöllinni að Austurvegi.

Dagskrá.

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir reikningar

3. Kosning stjórnar og formanns

4. Önnur mál.

 

Mætum öll og gerum góða göngu glæsilegri

Nánar

Aðalfundur

8. maí 2012

Aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 23. maí klukkan 20 í Skíðaskálanum í Tungudal. 

 

Dagskrá:

1. Skýrlsa stjórnar

2. Endurskoðaðir reikningar

3. Kosning stjórnar 

Varaformaður og gjaldkeri

4. Önnur mál

Nánar

Styrktaraðilar