Fréttir

Keppni á Unglingameistaramóti Íslands lokið í dag.

24. mars 2012
1 af 4

Keppni á UMÍ í Dölunum tveimur á Ísafirði er lokið í dag. Aðstæður í dag hafa verið frábærar sólskin, logn og nokkura gráðu hiti og færið hélst gott í allan dag þrátt fyrir sól og hita. Keppendur sýndu skemmtileg tilþrif og héldu allir glaðir heim eftir skemmtilegan dag.

Úrslit mótsins má finna í dálknum hér til vinstri á síðunni. Gönguúrslitin eru hér og úrslit í alpagreinunum má finna hér.

Á morgun verður keppt í boðgöngu og samhliðasvigi. Boðgangan hefst kl. 11:00 og keppni í samhliðasvigi hefst kl. 10:00

 

Mótshaldarar þakka þjálfurum, keppendum og aðstandendum þeirra svo og starfsfólki, fyrir góðan dag.

Nánar

Fyrri ferðum í alpagreinum á UMÍ lokið

24. mars 2012
1 af 4

Nú er fyrri ferð lokið í öllum flokkum á UMÍ og seinni ferð hefst klukkan 12:30 með svigi 15-16 ára stúlkna.

Veðrið leikur við keppendur, starfsmenn og aðra gesti í Tungudal og er góð stemming á svæðinu.

 

Klukkan 12:00 hefst keppni í göngu á Seljalandsdal og eru aðstæður þar ekki síðri. Það er vonandi að allir njóti dagsins og hafi gaman af keppnum dagsins, keppendur jafnst sem áhorfendur.

Nánar

Keppni hafin á UMÍ í dag.

24. mars 2012
1 af 4

Keppni hóf á UMÍ klukkan 9:30 á svigi stúlkna í flokki 15-16 ára og nú er að hefjast keppni í flokki 15-16 ára drengja.

Veður er frábært í Tungudal í dag glampandi sól, logn og hiti um 3 gráður. Færið er gott enn sem komið er en búast má við að það mýkist þegar líður á daginn. Með fréttinni má sjá myndir sem Benedikt Hermansson tók á keppnissvæðinu í morgun.

Hér má finn stöðuna eftir fyrri ferð, birt með fyrirvara.

Svig 15-16 ára stúlkur

Svig 15-16 ára drengir

Strórsvig 13-14 ára stúlkur

Stórsvig 13-14 ára drengir

Nánar

Fyrsta keppnisdegi á UMÍ lokið

23. mars 2012

Fyrsta keppnisdegi á UMÍ á Ísafirði er nú lokið. Keppnin gekk vel í dag, bæði í göngu og alpagreinum. Seinnkun varð þó á keppni í alpagreinum vegna bilunar í lyftu. Allir tóku því þó með jafnaðargeði og er keppendum, fylgifiskum þeirra og starfsmönnum þökkuð biðlundin og jákvætt hugafar meðan á viðgerð stóð.

Úrslit dagsins er nú öll komin hér á heimasíðuna og má finna úrslitin í göngunni á tengli hér til vinstri á síðunni undir ganga.

Úrslit dagsins í alpagreinum má finna undir tenglinum UMÍ 2012 til vinstri á síðunni.

Nánar

Styrktaraðilar