Fréttir

Vestfjarðamót í skíðagöngu

4. febrúar 2012

Vestfjaraðmót í skíðagöngu í lengri vegalengdum fór fram á Seljalandsdal í dag. Veður var ágætt. Hiti rétt yfir frostmarki. Nægur snjór er á svæðinu. Allir gengu sama hringinn, sumir oftar en einu sinni,en hringurinn var um 10 km langur. Besta hringtímanum náði Guðmundur Bjarnason en hann keppir  13 - 14 ára flokki. 31mín og 50 sek. Úrslit eru komin á vefinn undir Ganga 2012 hér á síðunni.

Nánar

Met þátttaka í boðgöngunni

22. janúar 2012

Fyrsta skíðagöngumót ársins hér á Ísafirði fór fram á þriðjudaginn var. Eins og venjulega hófum við veturinn á boðgöngu þar sem allir kepptu saman óháð aldri eða kyni. Dregið var í sveitir og voru vegalengdir á hverjum spretti aðlagaðar reynslu og getu skíðafólksins, enda var keppnin sjálf ekki aðal markmiðið, heldur einfaldlega að eiga saman skemmtilega stund á Seljalandsdal. Það er óhætt að segja að keppnistímabilið hafi farið frábærlega af stað hjá okkur, því alger sprenging varð í þátttöku í þessari boðgöngu. Hingað til hefur það þótt fín þátttaka að ná í 7-9 sveitir, en í þetta skiptið urðu þær hvorki fleiri né færri en 18, enda jaðraði oft við umferðarteppu á marksvæðinu. Öllum tókst þó að klára og að göngunni lokinni komu allir saman inni í skála og nutu veitinga af myndarlegu kökuhlaðborði sem þátttakendur sjálfir útbjuggu. Tímataka var ekki viðhöfð í þessu móti, en listi með röð sveitanna verður birtur hér á úrslitasíðunni á allra næstu dögum.

Nánar

Fjölmenni í Tungudal á alþjóðlega snjódeginum

22. janúar 2012

Í dag, sunnudaginn 22. janúar, var alþjóðlegi snjódagurinn (World Snow Day) haldinn hátíðlegur um víða veröld. Fjölmargir renndu sér á skíðum í Tungudal í dag og á eftir var öllum boðið upp á heitt kakó og lukkumiða með möguleika á að vinna veglega vinninga. Flestir gestirnir voru á aldrinum 6-9 ára, þátttakendur í íþróttaskóla HSV þar sem boðið er upp á grunnþjálfun í hinum ýmsu íþróttagreinum, m.a. á svigskíðum og gönguskíðum. Á vegum íþróttaskólans hafa yfir 60 krakkar á þessum aldri sótt skíðaæfingar það sem af er vetri og enn fer þeim fjölgandi. Meðfylgjandi mynd var tekin í Tungudal í dag af þessu unga skíðafólki.

Nánar

Bikarmót 13 - 14 ára á Akureyri

22. janúar 2012

Helgina 21.-22. janúar fór fram bikarmót í alpagreinum 13-14 ára á Akureyri. SFÍ átti þar fjóra keppendur. Bestum árangri náðu Helga Þórdís Björnsdóttir sem var í 4. sæti 13 ára stúlkna bæði í svigi og stórsvigi og Friðrik Þórir Hjaltason sem var í 4. sæti í svigi og 5. sæti í stórsvigi 13 ára drengja.

Nánar

SFÍ gangan 2012

21. janúar 2012

Í dag fór fram á Seljalandsdal Skíðafelagsgangan 2012. Úrslit liggja fyrir og má sjá hér. Aðstæður voru nokkuð góðar þó örlítið hafi skafið í sporið. Hiti var um -1°c Færi agætt.

Nánar

Styrktaraðilar