Fréttir

Thelma og Rannveig á Dalvík

19. mars 2013 Hjalti Karlsson

Um síðustu helgi var Bikarmót SKI haldið á Dalvík en mótið var einnig s.k. FIS mót. Aðstæður léku við keppendur og mótshaldaara sem stóðu fyrir einu svigmóti og tveimur stórsvigum. Árangur stelpnanna Thelmu og Rannveigar var ljómandi góður. Thelma varð í öðru sæti í fullorðinsflokki í fyrra stórsviginu og Rannveig í fjórða en sá árangur skilaði Thelmu fyrsta og Rannveigu öðru sæti í flokk i 17-19 ára. Thelma gerði sér lítið fyrir í seinna stórsviginu og sigraði það en þar var Rannveig einnig í fjórða sæti í fullorðinsflokki sem þýddi fyrsta og þriðja sæti í flokki 17-19 ára. Í sviginu féll Rannveig hinsvegar úr leik en Thelma var í fjórða sæti í fullorðinsflokki en í öðru sæti í 17-19 ára flokki.

Nánar

Sjoppuvaktir á páskum

17. mars 2013

Nú þarf að manna allar sjoppuvaktir yfir páskana.

Um verður að ræða tvær vaktir á dag, Skírdag til annars í páskum.

 

Hvet alla foreldra til að hafa samband og setja fram sínar óskir um dag til að vinna á. Sérstaklega eru foreldrar sem hafa ekki unnið í vetur hvattir til að hafa samband. 

 

Hægt er að skrá sig á vakt með því að senda tölvupóst á koj3@hi.is eða hringja í síma 898-5456

Kristín

Nánar

Skráning á Andrésarleikana

12. mars 2013

Nú er skipulagning ferðar okkar á Andrésar Andarleikana komin á fullt. Þeir sem geta farið með hópnum eru börn fædd 1997 - 2003. Þeir sem yngri eru, fæddir 2004 - 2006 geta líka farið, en þeir þurfa að fara með foreldrum og vera alfarið á þeirra vegum.

 

Andrésarleikarnir byrja miðvikudaginn 24. apríl og þeim lýkur laugardaginn 27. apríl. Gist verður á Akureyri Backpackers og borðar hópurinn þar líka Nú þurfa allir að senda skráningu fyrir sitt barn fyrir 17. mars á netfangið kolbrunej@simnet.is

Við þurfum að senda þetta frá okkur 20. Mars. Eða eins og stendur í bréfinu frá akureyringunum „ Vinna við útdrátt og uppsetningu leikskrár hefst strax í kjölfarið og ekki verður því hægt að breyta skráningum eftir þennan tíma“ Við skráningu þarf að koma fram; Nafn barns, kennitala, keppir í alpagreinum eða göngu. Hvernig keppandi kemur á svæðið, með foreldrum eða fararsjórum. Gistir barnið með hópnum eða með foreldrum og hvort það borði með hópnum. Það þarf líka að senda skráningu fyrir þá sem eru fæddir 2004 - 2006 á sama netfang, nafn barns, kennitala, keppir í alpagreinum eða göngu. Ef barnið þitt ætlar ekki að fara á Andrés er gott að þið látið vita af því líka. Það léttir alla vinnu nefndarinnar.

 

Okkur vantar fararstjóra!!! Það þarf 1 fararstjóra til viðbótar fyrir alpahópinn og 1 fararstjóra fyrir gönguhópinn. Sólrún Geirs og Ólöf Öfjörð ætla að fara með hópnum. Þetta er stór hópur og er því nauðsynlegt að fara með 4 fararstjóra. Krakkarnir í alpahópnum eru að fara upp í fjall á mismunandi tímum og er því 1 fararstjóri alltaf í bænum Ólöf hefur tekið það hlutverk að sér. Fararstjórar fara með „rútunni“, gista og eru alfarið með hópnum þessa daga. (Nánari upplýsingar gefa Valgerður og Kolbrún)

 

Fjórar fjáraflanir eru á næstu grösum,

-kakó og pönnukökusala við setningu skíðaviku miðvikudaginn 27. mars,

-útburður Skíðablaðsins fyrir páskana,

-kaffihlaðborð á Landsmóti helgina 5 – 7 apríl

-og síðast en ekki síst dósasöfnun 2 apríl.

Það vantar fólk til að sjá um að skipuleggja þessar fjáraflanir.

 

Kostnaður vegna leikanna er ekki kominn á hreint og verður það tilkynt þegar nær dregur. HSV börn þurfa að greiða keppnisgjald Keppnisgjaldið er 4.000 kr. og þátttökugjald er 800 kr. eða samtals 4.800 kr. pr. keppenda. Og þarf að ganga frá greiðslu fyrir 17. Mars inn á reikning 556 26 1340 kt. 590269-2479 og senda kvittun á netfangið kolbrunej@simnet.is Skíðafélagið borgar skráningargjöld fyrir sína iðkendur.

 

Við munum halda foreldrafund þegar nær dregur fyrir alla sem fara á leikanna. Eins og kom fram á fundi um daginn þá má betur fara með upplýsingarflæði til þeirra sem eru að fara í fyrsta skipti á Andrés, svo allar ábendingar um hvað betur má fara eru vel þegnar. Að lokum langar okkur að benda á að Andrésarsjóðurinn á til skíðafélagssessur (kr. 1.500.-) og buff ( kr. 2.000.-) ef einhverjum vantar vera þá í sambandi við okkur. Ef eitthvað er óskýrt hafið þá endilega samband við undirritaðar. Kveðja frá Andrésarnefnd Kolbrún kolbrunej@simnet.is sími 844 3731 Valgerður valkid@simnet.is sími 896 0734

Nánar

Vestfjarðarmót Hótels Ísafjarðar

2. mars 2013

Í dag var haldið Vestfjarðarmót Hótels Ísafjarðar í fínu veðri á Seljalandsdal. Að móti loknu bauð Hótel Ísafjörður öllum þátttakendum, foreldrum og starfsmönnum mótsins í kaffi og verðlaunaafhendingu á Hótelinu. Þetta lukkaðist alveg glimrandi vel, mikið af kökum og mikil gleði skein af börnum og fullorðnum í þessu skemmtilega samsæti.

Mótshaldarar þakka Hótel Ísafirði kærlega fyrir stuðninginn.

 

Úrslitin eru komin hér til vinstri undir ´Ganga-úrslit 2013´

Nánar

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu

28. febrúar 2013

Vestfjarðarmót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram nú á laugardaginn 2.mars og hefst kl. 12:00. Krakkar 8 ára og yngri ganga sína hefðbundnu lykkju, en hjá öðrum aldursflokkum verður skiptiganga, þ.e.a.s. gengnir verða tveir hringir, sá fyrri með hefðdbundinni aðferð og sá síðari með frjálsi aðferð.

 

Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð fyrir þátttakendur, foreldra og starfsfólk hefst kl. 16:00 á Hótel Ísafirði.

 

Vegalengdir verða sem hér segir.

 

  8 ára og yngri,   0,8 km

  9-10 ára            0,8+0,8 km

11-12 ára            1,5+1,5 km

13-14 ára            2,5+2,5 km

15-16 ára            3,75+3,75 km

17-19 ára            3,75+3,75 km

20-34 ára            3,75+3,75 km

35-49 ára            3,75+3,75 km

50+                    3,75+3,75 km

 

Athugið að keppni í flokkum 12 ára og yngri verður kláruð áður en unglingar og fullorðnir leggja af stað. Gera má ráð fyrir að flokkum 13 ára og eldri verði skipt í 3-4 ráshópa en það ræðst af fjölda þátttakenda. Vinsamlegast skráið ykkur til leikst fyrir kl. 11:30  á laugardaginn.

Nánar

Styrktaraðilar