Fréttir

Skíðamót Íslands 2013 hefst á morgun

3. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Mynd: Benedikt Hermannsson
Mynd: Benedikt Hermannsson

Skíðamót Íslands 2013 verður haldið í Dölunum tveimur á Ísafirði um helgina, 4.-7. apríl. Mótið hefst með sprettgöngu kvenna og karla á morgun fimmtudag klukkan 17 upp á Seljalandsdal, en mótið verður svo formlega sett í Ísafjarðarkirkju klukkan 20. Keppni verður svo framhaldið föstudag, laugardag og sunnudag og verður keppt bæði í alpagreinum og skíðagöngu alla þrjá dagana. 

 

Alls eru 61 keppendur skráðir til leiks í bæði alpagreinum og skíðagöngu frá 6 félögum víðsvegar af landinu. Þá munu einnig mæta til leiks nokkrir erlendir keppendur frá Ungverjalandi, Belgíu, Suður-Afríku og Marakkó.
Aðstæður á Ísafirði eru eins og þær gerast bestar, allar brekkur fullar af snjó og veðurspáin lofar svo sannarlega frábærum aðstæðum fyrir bæði keppendur og áhorfendur. Brekkurnar voru prufukeyrðar um páskana og segja fróðir menn að aðstæður hafi sjaldan verði jafn góðar fyrir Skíðamót Íslands í Tungudalnum og nú. 
Dagskrá mótsins má nálgast hér hægra megin á síðunni eða með því að smella hér.
Nánar

Furðufatadagur og páskaeggjamót

27. mars 2013

Skíðavikan er skollin á og svo sannarlega margt hægt að gera. Við viljum minna á tvo atburði hér, en það eru furðufatadagurinn og páskaeggjamótið.

 

Furðufatadagurinn verður að venju á föstudaginn langa. Grillaðar verða pylsur við báða skíðaskálana, þ.e. í Tungudal og á Seljalandsdal. Við hvetjum alla til að mæta í sínu fínasta pússi á skíði.

 

Páskaeggjamótið verður svo á laugardaginn í boði HG. Öll börn fædd 2002 og síðar geta tekið þátt. Mótið hefst klukkan 13:00 bæði á Seljalandsdal og í Tungudal.

Nánar

Það gengur vel að manna vaktir :)

25. mars 2013

Ekki nema 2 vaktir lausar þessa páskana.
Nú fer hver að verða síðastur að ná vakt.....


Skírdag
  10 - 14: Sæunn og Harpa Gríms.
14 - 18: Heiða og Hanna Mjöll
12 - 15: Stella Hjalta

Föstudagurinn langi
10 - 14: Kristín Bjarna og Svavar
14 - 18: Martha Örnólfs og Lilja Debóra
12 - 15: ???

Laugardagur
10 - 14: Sædís og Ólöf Öfjörð
14 - 18: Jóhanna Þórðar og Eyleif
12 - 15: ???

Páskadagur
10 - 14: Hannes og Dagný Sveinbjörnsdóttir
14 - 18: Helga Jóns og Regína Sif

12 - 15: Gunnar Bjarni

Annar í páskum
10 - 14: Emma og Jenný Jens.
14 - 18: Kolbrún Elsa og Anna Ragnheiður

Til að skrá sig á vakt hringið í síma 898 5456, Kristín

Nánar

Leiðrétting mistaka

21. mars 2013
Þau leiðinlegu mistök áttu sér stað við útsendingu félagsgjalda að reikningar voru sendir á börn. Gjaldkeri félagsins er nú þegar farin í að leiðrétta mistökin og biðjumst við velvirðingar á þessu. Allir þessir reikningar verða felldir niður. Nánar

Skíðaveislur framundan!

19. mars 2013 Hjalti Karlsson

Nú styttist óðfluga í skemmtilegasta tíma ársins fyrir skíðamenn. Aprílmánuður bíður með fyrirheit um bjarta daga og góðar aðstæður til skíðaiðkunar. Hvern stórviðburð rekur annan á næstunni. Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Austfjörðum næstkomandi helgi og fer stór hópur krakka frá Skíðafélaginu þangað. Skíðavikan er á næsta leiti með öllu sínu húllúmhæi og Skíðamót Íslands verður svo haldið hér á Ísafirði helgina eftir páska. Síðast en ekki síst styttist í Fossavatnsgönguna sem ávallt er haldin fyrstu helgina í maí. Undirbúningur allra þessara viðburða er að sjálfsögðu löngu hafin og mikil eftirvænting liggur í loftinu.

Nánar

Styrktaraðilar